Ársfjórðungsskýrslur eru lagðar fram af hlutafélögum til að tilkynna afkomu þeirra á þriggja mánaða tímabili, því eins og nafnið gefur að kynna er árinu skipt upp í fjóra hluta, eða fjórðunga. Flest fyrirtæki hafa bókhaldstímabil sem klárast þegar árinu lýkur, semsagt
1. Ársfjórðungur 31.Des - 31.Mars
2. Ársfjórðungur 31. Mars - 30.Júní
3. Ársfjórðungur 30.Júní - 30.Sept
4. Ársfjórðungur 30.Sept - 31.Des
Í hverjum ársfjórðungi fyrir sig eru skoðaðar helstu lykiltölur sem gefa til kynna afkomu fyrirtækisins, tölur líkt og hagnaður, rekstrartekjur, eignir og skuldir. Almennt er að í ársfjórðungsskýrslum fylgi líka með markmið, hápunktar og nýjar og áframhaldandi áskoranir sem fyrirtækin ætla að kljást við. Þar að auki eru samanburðir við fyrri ársfjórðunga.
Ársfjórðungsskýrslur eru mjög mikilvægar fyrir fjárfesta til að dæma áframhaldandi árangur fyrirtækja og sjá hvernig reksturinn gengur miðað við fyrri ár þar sem hægt er að bera saman hagnað milli ára eða ef til vill sjá hvort skuldirnar séu að hækka. Þær eru einnig gagnlegar til þess að fá innsýn inn í framtíðaráætlanir fyrirtækja.